top of page

Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson

Sunnudaginn 5. mars kl. 14:00 verður listamaðurinn Guðrún Gunnarsdóttir með listamannaspjall um einkasýningu sína Línur, flækjur og allskonar. Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri mun leiða spjallið með Guðrúnu og ræða við sýningargesti.

Listamannaspjallið verður haldið á síðasta degi sýningarinnar og því allra síðasti möguleikinn á því að sjá Línur, flækjur og allskonar.

Verið velkomin!

Aðgangur er ókeypis

Línur, flækjur og allskonar

Guðrún Gunnarsdóttir er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem einkenna myndlist hennar í dag.

Þráðlist eins og sú sem Guðrún Gunnarsdóttir ástundar er ótvírætt þrívíddarlist í klassískum skilningi, þótt listakonan gangi í berhögg við ýmsar siðvenjur sem fylgt hafa slíkri list frá örófi alda. Til að mynda hirðir hún ekki um að setja verk sín á stalla, og þar með bæði upphefja þau og staðsetja utan seilingar. Þess í stað fá þau að leika lausum hala í námunda við okkur, hanga ofan úr lofti, fikra sig ofur varlega upp og niður veggi, eða mynda smágerðar lífrænar einingar niður við fótskör. Og í stað þess að kalla á athygli, eins og stallsettir skúlptúrar óneitanlega gera, eru verk Guðrúnar gerð til að birtast okkur eins og fyrir tilviljun, jafnvel koma þægilega á óvart, ekki ósvipað og ljóðlínur með óvæntu niðurlagi.

Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.

Línur, flækjur og allskonar er styrkt af myndlistarsjóði.

Sýningin stendur til og með 5. mars 2023.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page