top of page

LHÍ: Laust störf við myndlistardeild Listaháskólans

508A4884.JPG

þriðjudagur, 14. desember 2021

LHÍ: Laust störf við myndlistardeild Listaháskólans

Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um störf háskólakennara í myndlist. Störfin fela í sér kennslu og stefnumótun um nám í myndlist við myndlistardeild og munu viðkomandi jafnframt taka þátt í þróun náms á sviði arkitektúrs, hönnunar og myndlistar og vera þátttakendur í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans.
Um er að ræða tvær stöður í 100% starfshlutfalli. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2022.
Menntunar-, reynslu- og hæfniskröfur
Hæfi umsækjanda verður metið samkvæmt reglum Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa, sjá nánar á lhi.is/log-og-reglur. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sé reglurnar við gerð umsóknar. Við ráðningu verður meðal annars litið til þess hvaða hæfileika ætla megi að umsækjandi hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til starfa innan skólans. Frammistaða í viðtölum mun hafa mikið vægi við ákvörðun ráðningar.

Leitað er eftir umsækjendum sem búa yfir:
• Meistaragráðu í myndlist. Samkvæmt reglum um veitingu akademískra starfa má í sérstökum tilfellum, þegar umsækjandi hefur að baki viðamikla reynslu, meta feril hans til jafngildis formlegri menntun.
• Starfsferli sem starfandi myndlistarmaður
• Sterkri listrænni og faglegri þekkingu á samtímamyndlist
• Reynslu af kennslu á háskólastigi
• Góðri miðlunar-, samstarfs og samskiptahæfni.
• Góð hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.

Skil á umsókn
Umsóknargögnum skal skilað eigi síðar en 16. janúar 2022 á netfangið starfsumsokn@lhi.is, merkt: Háskólakennari í myndlist.
Í umsókn skal vera:
• Greinargóð ferilskrá sem nær meðal annars yfir listrænan feril umsækjanda og kennslureynslu.
• Staðfest afrit af prófskírteinum.
• Greinargerð sem sýnir faglega sýn umsækjanda á þróun háskólamenntunar í samtímamyndlist.
• Nöfn aðila sem leita má til með umsagnir.
• Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri.

Frekari upplýsingar
Upplýsingar um starfið veita Bjarki Bragason, forseti myndlistardeildar, bjarkibragason@lhi.is og Eva María Árnadóttir sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar, evamaria@lhi.is. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Listaháskólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Starfsumhverfi
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda sem stunda nám undir handleiðslu framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga. Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.

Nánari upplýsingar: https://www.lhi.is/haskolakennari-i-myndlist

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page