top of page

Konstrúktívur Vandalismi. Laugardaginn 11. febrúar kl. 16.00. Daníel Magnússon

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. febrúar 2023

Konstrúktívur Vandalismi. Laugardaginn 11. febrúar kl. 16.00. Daníel Magnússon

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi opnar DANÍEL MAGNÚSSON sína aðra einkasýningu í Hverfisgalleríi og ber hún titilinn Konstrúktívur Vandalismi. Á sýningunni eru tíu verk sem Daníel hefur unnið á undanförnum misserum. „Hringur og þvermál hans eru bundnir innbyrðis hlutfalli sem er torrætt. Það þýðir að þessi algengustu form sköpunarinnar geta ekki átt samskipti sem vísa í þeirra eigin tilvist. Þannig getur hringurinn ekki lýst þvermáli sínu og þvermálið þekkir ekki hringinn. Sýningin Constrúktívur Vandalismi er skemmdarverk á fullkominni kennisetningu þeirra Galeleosar Galelei og Gorgedano Brunos og upphafning jarðmiðjukenningar Petolemiosar. Sýningin er jafn rökrétt tilraun mín til að lýsa samkomulagi um heimsmyndina eins og hringsins sem lýsir þvermáli sínu,” segir Daníel Magnússon í sýningartexta.

Verkin á sýningunni eru flest unnin með blýanti og penna á pappír. Þau eru flestöll hugsuð sem kortagerð fyrir hinn miðjusetta heim Ptholemiosar. Tvenn verkanna eru frussprent á bómul og eru þau hugsuð sem undirspil við hin kortin til að gefa þessum heimi heildrænni grunn.

Daníel Magnússon útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og vakti þá strax athygli fyrir áhugaverð verk þar sem íslensk menning var oftar en ekki til umfjöllunar. Hann er einkum þekktur fyrir skúlptúra og ljósmyndaverk en hefur jafnframt myndlistinni hannað og smíðað húsgögn og unnið leikmyndir fyrir leikhús og sýningar. Daníel á að baki annan tug einkasýninga ásamt fjölda samsýninga bæði innanlands og utan. Verk hans eru m.a. í eigu Listasafns Íslands, Reykjavíkurborgar, ýmissa ríkisstofnana, og einkaaðila bæði hérlendis og erlendis.

Sýningin Konstrúktívur Vandalismi stendur til 11. mars.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page