top of page

Kjarvalsstaðir: Í íslenskum litum - Jóhannes S. Kjarval

508A4884.JPG

föstudagur, 21. janúar 2022

Kjarvalsstaðir: Í íslenskum litum - Jóhannes S. Kjarval


Laugardag 22. janúar kl. 10-17.00 Kjarvalsstaðir

Ný sýning
Jóhannes S. Kjarval:
Í íslenskum litum
Sýningin Í íslenskum litum með verkum Jóhannesar S. Kjarval verður opin gestum frá og með 22. janúar á Kjarvalsstöðum.

Á sýningunni er leitast við að varpa ljósi á litinn í verkum Kjarvals (1885-1972) og kanna hvernig litanotkun hans var háttað. Hann notaðist við fjölbreytta liti í verkum sínum – veður og birtuskilyrði hverju sinni stýrðu litavali landslagsverka, og í fantasíum og öðrum verkum var það hrein tilfinning og persónuleg sýn listamannsins sem réði för.

Skarpir litir, fjólublár, bleikur og gull eru meðal lita sem finna má í mörgum verkum Kjarvals. Ýmist málaði hann örþunnt eða kreisti þykkan litinn beint úr túpunni á strigann. Á sýningunni eru verkin valin með það í huga að endurspegla frjálslega litanotkun og flæði hugmynda og tjáningar í list Kjarvals.





Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page