top of page

Kópavogur: Barnamenningarhátíð í Kópavogi

508A4884.JPG

föstudagur, 8. apríl 2022

Kópavogur: Barnamenningarhátíð í Kópavogi

https://menningarhusin.kopavogur.is/?mc_cid=b3b9384c29&mc_eid=50a5fe1f14

Hátíðardagskrá laugardaginn 9. apríl

11:00 - 13:00
Páskaföndur | Lindasafn
Páskaföndur á Lindasafni þar sem unnið verður með glaðlegt pappírsskraut.
12:00 -12:30
Leikhópurinn Lotta | Bókasafn Kópavogs
Ævintýrapersónur úr ævintýraskóginum bregða á leik. Söngur, sprell og fjör fyrir allan aldur.
12:30 – 12:45
Allra veðra von! | Fræðslufjör með Sævari Helga | Náttúrufræðistofa Kópavogs
Líflegt spjall fyrir alla fjölskylduna um veður og loftslag.
12:45-13:00
Hér á ég heima | Salurinn
Barnakórar úr Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla og Smáraskóla syngja saman um frið á jörð. Stjórnendur: Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir, Ásta Magnúsdóttir og Þóra Marteinsdóttir.
13:00-13:15
Barnakór Smáraskóla | Bókasafn Kópavogs
Lög tengd náttúru, ævintýrum og friði. Stjórnandi: Ásta Magnúsdóttir.
13:00 – 15:00
Sjóndeildarhringurinn er allan hringinn | Gerðarsafn
Grafíksmiðja með Björk Viggósdóttur fyrir alla fjölskylduna.
13:15 – 13:30
Skólakór Hörðuvallaskóla | Salurinn
Íslensk og erlend lög tengd náttúru, ævintýrum og friði. Stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir.

13:30 – 13:45
Skólakór Kárness | Gerðarsafn
Þúsaldarljóð Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Sveinbjarnar I. Baldvinssonar. Stjórnandi: Álfheiður Björgvinsdóttir.
13:30 – 13:45
Allra veðra von! | Fræðslufjör með Sævari Helga | Náttúrufræðistofa Kópavogs
Líflegt spjall fyrir alla fjölskylduna um snjallar loftslagslausnir.

14:00 – 14:30
Búkolla | Salurinn
Frumflutningur á nýrri tónlist Gunnars Andreas Kristinssonar við sígilt ævintýri. Flytjendur: Huld Óskarsdóttir, sögumaður, ásamt kammersveit.
14:30 – 15:00
Dans&kúltúr | Fordyri Salarins
Fjörugt danspartý með Friðriki Agna og Önnu Claessen.
15:00-16:00
Örsögusamkeppni Vatnsdropans | Bókasafn Kópavogs
Heppinn þátttakandi gæti unnið ferð á H.C. Andersen safnið í Odense, Danmörku.
15:30-16:00
Hvassviðri | Salurinn
Hljómsveitin Hvassviðri flytur nokkra vel valda slagara. Sveitina skipa Andri Snær Valdimarsson, píanó og kassagítar, Guðmundur Daníel Erlendsson, söngur og hljómborð, Hrafnkell Daði Vignisson, rafgítar og bakraddir, Embla Björg Sigurðardóttir - Söngur, kassagítar, píanó, Jakob Freyr Einarsson, rafbassi og Gústav Nilsson, trommur.

16:00-16:30
Nordjysk Pigekor & Skólakór Kárness| Kópavogskirkja
Sameiginlegir tónleikar þar sem kórarnir flytja norræn sönglög fyrir barnakóra.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page