top of page

Horft til framtíðar - 16. mars milli kl. 13-17

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. mars 2023

Horft til framtíðar - 16. mars milli kl. 13-17

Þér er boðið á ráðstefnuna Horft til framtíðar í Safnahúsinu milli kl. 13-17 þann 16. mars

Horft til framtíðar er ráðstefna þar sem velt verður upp hugmyndum, draumórum og væntingum okkar myndlist framtíðarinnar. Í kjölfar þess að myndlistarstefna stjórnvalda er í ferli og mun líta dagsins ljós á næstu vikum eða mánuðum var ákveðið að skapa vettvang þar sem við veltum fyrir okkur myndlistarumhverfinu frá ýmsum sjónarhornum og til lengri tíma.

Við munum spyrja spurninga, minna okkur á það sem skiptir máli, valdefla myndlistina og vonandi sjá hluti í nýju ljósi. Frummælandi ráðstefnunnar er Pari Stave, forstöðukona Skaftfells. Pari flutti frá New York til Seyðisfjarðar árið2022 en hún starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Metropolitan safninu í New York.
Aðrir ræðumenn verða Bjarki Bragason, myndlistarmaður og deildarforseti Myndlistardeildar LHÍ, Veronika Balcerak, myndlistarmaður og nemi í útskriftarárgangi bakkalárs náms í myndlist við LHÍ, Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og safnstjóri Listasafns Akureyrar og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningarstjóri.
Að framsögum loknum mun Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands stýra pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri er Dorothée Kirch, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri.
Að fundi loknum bjóðum við ykkur að þiggja léttar veitingar.

Ráðstefnan fer fram í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15 fimmtudaginn 16. mars milli kl. 13-17

Myndlistarmiðstöð og Menningarmálaráðuneyti standa að ráðstefnunni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page