top of page

Habbý Ósk - Fram á ystu nöf, hádegifyrirlestur í myndlistardeild

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

Habbý Ósk - Fram á ystu nöf, hádegifyrirlestur í myndlistardeild

Föstudaginn 17. febrúar kl. 13, L193 - Fyrirlestrasalur - LHÍ Laugarnesvegi 91
Habbý Ósk - Fram á ystu nöf , Hádegisfyrirlestur í myndlistardeild
Í fyrirlestrinum mun Habby Osk fjalla um verk sem hún hefur unnið síðustu ár og vinnuferlið í kringum þau. Habby vinnur aðallega með ljósmyndir og skúlptúr og má segja að verkin hennar eru ávallt á ystu nöf. Verkin reyna á mörk jafnvægis, kanna áhrif þyngdarafls og tíma þar sem ótryggar aðstæður eru skapaðar í þeim tilgangi að kanna hversu langt verkin komast áður en þau sporðreisast, og til að fanga augnablik kyrrstöðunnar áður en hrunið á sér stað eða umbreytingar sem eiga sér stað yfir tíma.

Habby Osk starfaði síðastliðinn 15 ár í New York og þar á undan í Hollandi áður en hún flutti nú í haust til Reykjavikur. Hún er með meistargráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York og bakkalárgráðu í myndlist frá AKI ArtEz University of the Arts í Hollandi. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi í tvo áratugi, haldið einkasýningar í Bandaríkjunum og á Íslandi og tekið þátt í samsýningum víðsvegar um heiminn. Fjallað hefur verið um verk hennar meðal annars í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. Habby hefur hlotið fjölda styrkja og haldið fyrirlestrar víðsvegar. Hún hefur verið þáttakandi í ýmsum gestavinnustofum þar á meðal í hinni virtu gestavinnustofu ISCP - International Studio and Curatorial Program í New York.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page