top of page

Garðatorg 1: Dúettar - Birgir Rafn Friðriksson

508A4884.JPG

þriðjudagur, 7. desember 2021

Garðatorg 1: Dúettar - Birgir Rafn Friðriksson

Dúettar á Garðatorgi 1

Nú er hafin sérstök sýning á Garðatorgi 1, sýningin Dúettar. Sýningin er í 5 þáttum, eins og um leiksýningu eða framhaldsþætti væri að ræða. Sýningahaldið er þó hvorki leihús né sjónvarspþáttur, heldur er hér um er að ræða myndlistasýningu Birgis Rafns Friðrikssonar - BRF. Birgir Rafn segir sýninguna vera sýningarröð, nefnilega í 5 þáttum og kallast Dúettar. Stafar heitið af því að þar er teflt saman einungis tveimur verkum í senn. Verkin eru ólík af gerð en eiga það sameiginlegt að varða sama málefni. Mætti segja að málefnið sé nálgast frá ólíkum sjónarhólum. Með því að stilla fram aðeins tveimur verkum tengjast verkin saman sjónrænt, eins og raddir í tvísöng og mynda dúett fyrir fólk að upplifa.

Fyrirkomulag sýningarinnar er þannig að hver þáttur stendur u.þ.b. í mánuð. 2.þátturinn, sem er í gangi núna, stendur til 3.janúar n.k. Þá kemur strax næsti þáttur og svo koll af kolli fram í marslok á 2022. Hver þáttur hefur inntak eða málefni og yfirskrift sem gefur það til kynna. T.d. hét 1.þáttur "Um upphaf". 2. þáttur heitir "Í mótun" og er sem áður segir til sýnis á Garðatorgi núna.

Birgir Rafn segist sjálfur vera afar spenntur fyrir þessu og vonast til þess að það skili sér til bæjarbúa og annarra áhugasamra. Þó hugmyndin sé komin á jú eftir að þróa hana áfram og vitaskuld mála sum verkanna. Í anda leikhússins er þetta eins og gjörningur þar sem að sýningin geru þróast í einhverja ófyrirséðar áttir. Hann vonast til að bæjarbúar fylgist með, kíki við á torginu á leið sinni í Bónus og upplifi Dúetta á Garðatorgi.

----

Annar þáttur: 2.desember 2021 – 3.janúar 2022

Sýningaröð Birgis Rafns Friðrikssonar – BRF á Garðatorgi

2. þáttur af 5. Í mótun

Dúett eða tvísöngur er tónverk fyrir tvo, tónverk þar sem tveir leika. Í tvísöng parast og afparast raddirnar, leita til og frá hvor annarri á víxl, leita takts, samræmis og merkingar. Hér er stillt fram tveimur verkum sem þannig eru látin „syngja“ dúett, látin bindast hvor annarri í sjónrænum kossi, fyrir þig, að upplifa.

2. þáttur sýningarraðarinnar framreiðir tvö verk BRF sem bæði tengjast mótun eða því sem mótar. Hér gefur að líta einn strúktúr, eina teikningu sem þróast þó augljóslega í tvær ólíkar áttir. Af einu verður tvennt. Þarna má finna bæði í senn, líkindi og ólíkindi. Í verkinu Frá rótum og uppá topp er það kynorkan, þessi ýmist sjóðheiti eða ískaldi en kyngimagnaði kraftur, sem verkið fjallar um. Í Óði skynseminnar er höfðað meira til vitsmuna, til sjálfrar skynseminnar, með viðkvæmu samspili litanna og leik formanna.

Annar þáttur stendur frá 2.desember 2021 – 3.janúar 2022 og er annar af 5 þátta sýningarröð BRF sem fram fer hér á Garðatorgi í Garðabæ veturinn 2021-2022. Verkin eru til sölu. Áhugasömum er bent á að hafa samband beint við listamanninn í síma 690 3737. Vinsamlegast snertið ekki verkin.

----------------------

Titill, gerð og stærð verkanna sem eru til sýnis.

Frá rótum og uppá topp / From the Bottom up. Olíulitur á striga. 150x120 cm. BRF2021.

Óður skynseminnar / An Ode of the Reason. Olíulitur á striga. 150x120 cm. BRF2021.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page