top of page

Gallerí Úthverfa: TÍMAFLAKK - Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. júní 2022

Gallerí Úthverfa: TÍMAFLAKK - Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir:
TÍMAFLAKK
11.6 – 30.6 2022

Laugardaginn 11. júní kl. 16 verður opnun sýning á verkum Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið TÍMAFLAKK og stendur til 30. júní. Listakonan verður viðstaddur opnun sýningarinnar og boðið verður uppá létt spjall og veitingar.
Í hugleiðingum Þórunnar um sýninguna segir: Blanda af útsaum og blásaum; launhelgum Egyptalands; afa mínum; konum í ættlegg Ástu; gjöfum úr þessu lífi - mínu og annarra; sumt lánað úr bókum, mínum hugarheimi og löngu liðnum tíma.
Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar, samsýningar og unnið við fjölda verkefna í leikhúsum og kvikmyndum sem búninga- og leikmyndahönnuður. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til bæði Eddunnar og Grímunnar fyrir verk sín. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir búninga í Rómeó og Júlíu Vesturports og Leg Þjóðleikhússins. Þórunn Elísabet hefur stýrt og hannað fjölda safnasýninga. Í Gerðubergi var haldið Sjónþing helgað hennar listamannsferli fyrir nokkrum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page