top of page

Gallerí Úthverfa: "...something that was, & isn´t - Linus Lohmann

508A4884.JPG

þriðjudagur, 17. maí 2022

Gallerí Úthverfa: "...something that was, & isn´t - Linus Lohmann

Linus Lohmann:
“…something that was, & isn´t”
20.5 – 8.6 2022

Föstudaginn 20. maí kl. 16 verður opnun sýning á verkum Linus Lohmann í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið “…something that was, & isn´t” og stendur til 8. júní. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar og boðið verður uppá létt spjall og veitingar.
Á sýningunni eru fjögur prentverk í lit og skúlptúr. Verkin eru sprottin af hughrifum og minningum um nokkrar byggingar sem hýstu Tækniminjasafn Austurlands og skemmdust í aurskriðum á Seyðisfirði í desember 2020.
Byggingar safnsins höfðu að geyma marga hluti sem eru og voru heimild um tæknisögu svæðisins og hýstu einnig nothæft tréverkstæði í gömlu skipasmíðastöðinni og prentsmiðju í fyrrum vélasal. Bæði verkstæðin nýttust Lohmann vel á sínum tíma sem uppspretta innblásturs og verkstæðisiðkunar.
Myndirnar sem teknar voru við hreinsun eftir slysið sýna eftirleikinn og leifar tveggja herbergja á safninu, kaffistofu og skrifstofu.
Flestir upplifðu þessi herbergi alltaf sem einhvers konar tímahylki, kunnuglegt og tímalaust rými.
Myndirnar sýna þessa staði eins og þeir komu undan hamförunum. Rústað af náttúruöflunum sem knúin voru áfram af leðju og vatni.
Fyrir Lohmann kalla myndirnar fram frumskóg af órökréttu minni, brengluð brotin vekja endurminningar og örva tilraunir til að endurbyggja rýmin eins og þau voru.
Myndirnar eru afritaðar með marglitu ljósfjölliða ætingarferli.
Prentin eru innrömmuð með frekar óvenjulegu efni, POM-plasti, sem er almennt notað í fiskiðnaði.
Skúlptúrinn sem er til sýnis ásamt grafíkmyndunum minnir á aflagaðar byggingarnar. Við virðum fyrir okkur brotnar og breyttar spýtur úr hráu timbri, sem vantar allar vísbendingar um fyrri tilgang, sem aftur kallar fram nýjar birtingarmyndir.
Lohmann notaði sömu gufubeygingartækni og notuð var til að smíða tréskip til að móta skúlptúrinn, og vísar þannig til fyrrum skipasmíðastöðvarinnar sem eyðilagðist í skriðunni.
Nú hefur svæðið verið hreinsað og fátt sýnilegt af því sem áður var. Það er því einungis minningin sem lifir eftir frá þeim tímum sem það var í notkun.
Linus Lohmann:
“…something that was, & isn´t”
20.5 – 8.6 2022

The exhibition “…something that was, & isn’t” contains two four colour intaglio photopolymer prints adjacent to a sculpture.
The works derive from impressions and memories of several buildings housing the Technical Museum of East Iceland, decimated by the landslides in Seyðisfjörður in December 2020.
While the destroyed buildings of the museum contained many objects documenting the technological history of the area, it also hosted an active wood workshop in the old shipyard and a print shop in the former machine hall. Both places formed the centre of Lohmanns' practice as sources of inspiration and workshop practice.
The photos taken during the clean-up of the devastated area depict the aftermath and remnants of two rooms in the museum. The kaffistofa (cafeteria) and skrifstofa (office).
These rooms were always experienced as some kind of a time capsule, a familiar and timeless space.
The pictures show the places in their physically manipulated state. Distorted by natural forces, powered by mud and water.
For Lohmann, the images form a thicket of illogical memory, their now distorted mosaic parts stir recollection, prompting an attempt to reconstruct the former spaces.
The photos are reproduced using a multicolored photopolymer etching process.
The printworks are framed, using a rather unusual material, POM plastic, commonly used in the fish industry.
The sculpture accompanying the printworks resembles the occurring deformation of buildings. We witness folded and morphed shafts of raw timber, missing any sense of their previous purpose, eliciting new apparitions. Lohmann uses the same steam bending technique used to build wooden ships to compose the sculpture, a nod to the former shipyard destroyed by the landslide.
The completed cleanup of the area leaves hardly any trace of the former site. The time spent within it is preserved only through memory.

Biography
Linus Lohmann (b.1982) is a visual artist who works in drawing, print making and sculpture.
His works focus on connections between intention and substances, utilizing various techniques to develop processes for image-making. Throughout his practice, he explores the perception of materials, legacy of objects and space by orchestrating re-manifestations of material particles through drawing and experimental printmaking techniques.
Sculptural elements research processes from technology and traditional handcraft. His interest in the intersection between the hand and the device, incorporating process in the creation of works.
Recent exhibitions include: 100West Corsicana, Texas 2022, Ásmundursalur, Reykjavik 2021, Sammlung Simonow, Berlin 2021, List í Ljósi, Seyðisfjörður 2021, LungA Festival, Seyðisfjörður 2021.
Linus lives and works between Reykjavík and Seyðisfjörður, Iceland.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page