top of page

Fréttabréf SÍM uppfært

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. febrúar 2023

Fréttabréf SÍM uppfært

Búið er að endurskipuleggja fréttabréf SÍM þannig að það nýtist félagsmönnum betur. Í því geta myndlistarmenn fengið upplýsingar um það helsta sem snertir störf þeirra. Fréttabréfið verður framvegis gefið út vikulega, á fimmtudögum.

Efni er flokkað í fjóra flokka út frá áherslum:

Starf SÍM eru fréttir og tilkynningar sem tengjast beint starfi félagsins, vinnustofa og sýningarrýma.

Viðburðir eru upplýsingar um sýningarviðburði og aðrar uppákomur sem tengjast myndlistarmönnum.

Tækifæri segir frá samkeppnum, sjóðum, stöðum og möguleikum á sviði myndlistar hér og úti.

Áhugavert tekur fyrir annað sem gæti nýst myndlistarmönnum eða verið einfaldlega fróðlegt.

Ef fréttir og tilkynningar eiga að birtast í Fréttabréfi vikunnar er mikilvægt að þær berist skrifstofu SÍM á netfangið sim@sim.is fyrir hádegi á fimmtudögum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page