top of page

Fotografisk Center, CPH: Snjóflygsur og önnur undur - Samsýning

508A4884.JPG

föstudagur, 21. janúar 2022

Fotografisk Center, CPH: Snjóflygsur og önnur undur - Samsýning

Íslenskir listamenn taka þátt í alþjóðlegri sýningu í Kaupmannahöfn


Föstudaginn 21. janúar næstkomandi opnar sýningin, Snjóflygsur og önnur undur (Snowflakes and other surprises) í Fotografisk Center listamiðstöðinni í Kaupmannahöfn. Á sýningunni eiga 16 listamenn frá 4 löndum verk. Þeirra á meðal eru fjórir íslenskir listamenn, Einar Falur Ingólfsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir.

Sýningastjóri sýningarinnar er Sigrún Alba Sigurðardóttir.

Á sýningunni er unnið með ljósmyndina sem frásagnaraðferð og sjónum beint að listamönnum sem í verkum sínum fanga tilveruna, og ekki síst ýmis undur náttúrunnar, á ljóðrænan og næman hátt. Snjókorn, gróður, lifandi og dauðir fuglar og samspil manns og náttúru eru þar í forgrunni. Snjóflygsan eða snjókornið birtist hér sem táknmynd þess að við höfum ekki stjórn á náttúrunni. Við getum ekki með neinum ráðum kallað snjókomuna fram, ekki haft stjórn á því hvenær hún birtist eða hvernig. Við getum ekki eignað okkur sjókornið eða gert það að okkar. Ef við reynum að festa hendur á því bráðnar það, umbreytist, hverfur

Auk ljósmynda sýnir Tinna Gunnarsdóttir þrívíð verk og hljóðlistamaðurinn Jacob Kirkegaard er með verk sem höfðar til allra skynfæra. Þá eiga margir af fremstu ljósmyndurum Norðurlanda verk á sýningunni og má þar nefna, Elinu Brotherus, Trinu Søndergaard og Magnus Wennman.

Fréttatilkynning á dönsku fylgir hér með í viðhengi. Hægt er að nálgast upplýsingar um sýninguna á ensku á slóðinni: http://fotografiskcenter.dk/en/exhibition/snowflakes-and-other-surprises?useajax=



Nánari upplýsingar veita Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri, s. 6615504, netfang sigrunalba@hi.is og Signe Kahr Sørensen safnstjóri Fotografisk Center, sks@fotografiskcenter.dk

Hér fyrir neðan má sjá þrjú verk sem verða á sýningunni

1. Astrid Kruse Jensen, The Mountains Of Lava # 3, 2019
2. Magnus Wennman, From the series Where the children sleep, 2015
3. Elina Brotherus, From the series Sebaldiana. Memento mori, 2019

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page