Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins – umsóknarfrestur til 15. september 2024
fimmtudagur, 29. ágúst 2024
Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins – umsóknarfrestur til 15. september 2024
Letterstedtski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða.
Sjóðurinn kallar hér með eftir umsóknum um styrki haustið 2024 með umsóknarfresti til 15. september nk.
Þeir einir koma til greina sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum.
1.
Íslandsdeild Letterstedtska sjóðsins veitir styrki vegna ferða frá Íslandi til Norðurlanda og til Eystrasaltsríkjanna. Styrkupphæð jafngildir lægsta flugfargjaldi milli viðkomandi landa, en hvorki eru veittir styrkir til ferða innan landanna né til uppihalds.
Umsóknareyðublað og upplýsingar er að finna á vefsíðu sjóðsins: www.letterstedtska.org/anslag/anslagsutlysning/
Þessum umsóknum má skila á íslensku.
Nánari upplýsingar veita:
Bryndís Sverrisdóttir, ritari, í síma 8530602 eða bryndis.sverris@gmail.com
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður, í síma 8535546 eða gudnygerdur@simnet.is
2.
Aðalstjórn Letterstedtska sjóðsins (Letterstedtska föreningens huvudstyrelse) í Stokkhólmi veitir einnig styrki að upphæð 10-50.000 SEK til ráðstefnuhalds, til að kosta heimsóknir fyrirlesara, til vísindaferða, prentunar, þýðinga og netútgáfu. Þá eru veittir styrkir til útgáfu doktorsritgerða og rannsóknarstarfa. Forsenda styrkveitinga er að umrædd starfsemi hafi samnorrænt gildi eða tilvísun. Þá geta samnorrænar stofnanir sótt um styrki til bóka- og tækjakaupa.
Í ár verða einnig í boði styrkir til þýðinga, prentunar og útgáfu rita og bóka áNorðurlandamálum, sjá nánar á vefsíðu sjóðsins: Nyhlénska medlen för översättningar.
Umsóknareyðublað og upplýsingar er að finna á:
www.letterstedtska.org/anslag/anslagsutlysning/
Umsóknir til aðalstjórnar skal senda á sænsku, dönsku eða norsku