Eva Gunnarsdóttir sýnir í Núllið Gallerý
fimmtudagur, 26. september 2024
Eva Gunnarsdóttir sýnir í Núllið Gallerý
Listasýning í samvinnu Evu Gunnarsdóttur og Richard Schutt verður haldin í Núllið Gallerý í Bankastræti 4 - 6 október kl 18 til 22 og er kynning á bók sem að miðlar persónulegri sögu ungrar konu sem að fær ristilkrabbamein.
Í bókinni segir Eva frá því hvernig verkfæri sálfræði, núvitundar og samkenndar í eigin garð nýttust henni þegar hún var að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Bókin greinir einnig frá narsissísku ofbeldi og notkun á hugvíkkandi efnum til að takast á við áföll og lýsir upprisu í gegnum hljóð- og myndefni þar sem sérstök áhersla er lögð á heilun í vatni.
Eva Gunnarsdóttir er sálfræðingur og núvitundarkennari og Richard Schutt er audiovisual artist frá Ameríku sem að hefur ferðast til Íslands í yfir áratug og er þessa dagana að vinna með portrett ljósmyndun, hljóðhönnun og sjónræna framsetningu.
Sýningin opnar 4.október kl 18 og eru allir velkomnir.