Emilia Telese – Ferna: 4. mars – 18. mars 2023

fimmtudagur, 2. mars 2023
Emilia Telese – Ferna: 4. mars – 18. mars 2023
Opnunarkvöld laugardaginn 4. mars 2023 17:00 til 19:00 Ìslensk Grafìk – Félag íslenskra prentsmiða Tryggvagötu 17 Reykjavík, Ísland Opið miðvikudaga til sunnudaga 12-18 Lifandi sýning laugardaginn 18. mars.
Ferna er ný sería ætinga eftir Emiliu Telese, sem sýnd verður í fyrsta skipti á vegum Íslenskrar Grafíkur, Sambandi íslenskra prentsmiða í Reykjavík. Fernur, gerðar úr mörgum lögum af plasti, pappír og áli, eru algengar í lífi okkar og eru t.d. notaðar undir mjólk, safa og aðra drykki. Fernur sem þessar eru hins vegar þekkt umhverfisvandamál, þar sem ekki er hægt að endurvinna þær eins og venjulegan pappírsúrgang, heldur þarf sérstakt endurvinnsluferli til að aðskilja þau efni sem fernurnar samanstanda af. Fyrir vikið eru aðeins 20% slíkra ferna endurunnin um allan heim, meðan 80% þeirra eru urðuð. Emilia Telese sameinar hér þjálfun sína í aðferðum endurreisnartímabilsins og huglæga listsköpun, sem hefur verið hennar aðalsmerki síðastliðin 25 ár. Með nýtingu þessara marglaga drykkjarferna hefur hún nú skapað röð verka sem kortleggja tilfinningaleg ferðalög um innileg augnablik lífsins, bæði á Ítalíu og Íslandi.