top of page

Art67: Rótlaus - Myndlistarfélagið Litka

508A4884.JPG

föstudagur, 28. janúar 2022

Art67: Rótlaus - Myndlistarfélagið Litka

Þriðjudaginn 1.febrúar opnar Rótlaus, sýning Myndlistarfélagsins Litku í Art67 að Laugavegi 61. Á sýningunni verða sýnd verk 23 listamanna sem allir eru félagar í Litku en listamennirnir koma víða að og bera verk þeirra merki um það í margbreytileika sínum.
Titill sýningarinnar Rótlaus vísar til þeirra breytinga sem heimurinn hefur gengið í gegnum og þeirra áskoranna sem fylgja því að þurfa að finna sig upp á nýtt í breyttri heimsmynd. Sýningin, sem mun standa til 28. febrúar, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.
Listamennirnir sem sýna eru:
Ágústa Björk Traustadóttir
Bryndís Emils
Gaja art
Hafdís
Hafdís Harðardóttir
Helga Jónsdóttir
Inga Rósa
Jóhanna Hermansen
Jóna Kristinsdóttir
Jòný
Kagu
Konný
Louise le Roux
Lovísa Viðarsdóttir
María Lofts
Hilma
Olena Savchuk
Petrinarosa Agustdottir
Sigfríður Lárusdóttir
Sigga Dis
Sighvatur Karlsson
SiVi
Þórdís Ásg.
-
Litka er félag fólks á öllum aldri sem sameinast í áhuga sínum á myndlist. Félagið var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haldið úti blómlegu starfi og sýnt á fjölmörgum stöðum víða um land.
Art 67 er opið sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga 12:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 17:00
Lokað á sunnudögum


*Verk sem fylgir er: Letting Go eftir Louise Le Roix

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page