top of page

Anna Hrund Másdóttir, Daníel Björnsson, Jóhannes Atli Hinriksson: UGLUSPEGILL / EULENSPIEGEL 11.3 – 2.4 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. mars 2023

Anna Hrund Másdóttir, Daníel Björnsson, Jóhannes Atli Hinriksson: UGLUSPEGILL / EULENSPIEGEL 11.3 – 2.4 2023

Laugardaginn 11. mars kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Önnu Hrundar Másdóttur, Daníels Björnssonar og Jóhannesar Atla Hinrikssonar í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Ugluspegill (EulenSpiegel) og stendur til sunnudagsins 2. apríl. Listafólkið verður viðstatt opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar.

Ugluspegill (EulenSpiegel)

Myndin á veggspjaldinu sem fylgir sýningunni er af athöfn þar sem veröldin í bakgrunni er eyðimörk. Riddari skelfingarinnar í miðgrunni heldur á sigð og vængjuðu tímaglasi - í forgrunni er þrjár verur sem bregðast við ástandinu. Á miðri mynd er vera sem með annarri hendi kynnir til sögunnar fuglinn Fönix sem skal rísa úr ösku eyðimerkurinnar og í hinni er spegill sem lýsir ástandi skelfingarinnar í bakgrunni. Til hliðar eru hljóðfæraleikarar sem hjálp til við að örva athöfnina þar sem m.a. er leikið á strengjahljóðfæri. Í Úthverfu er hægt að sjá sviðsmynd af speglinum annars vegar og því sem er fyrir aftan spegilinn hins vegar.

Ugluspegill er nafn á þjóðsagnapersónu sem kom fyrst út á þýsku árið 1515 og er myndin frá þeim tíma en ártalinu hefur verið breytt í 2023. Ugluspegill var prakkari sem lék listir sínar á rápi um markaðstorgin þar sem eitthvað var að gerast. Eins og með flestar sögur eru til eldri útgáfur af hans sögu. Sögur af þessu tagi voru dæmisögur til að hjálpa til við skilning. Ein af frumsögunum er um Hermes. Á staf Hermesar hanga tveir snákar sem vefjast um hann og fá vængi þegar augu þeirra mætast. Annar snákurinn stendur fyrir spegilinn en hinn fyrir það sem er fyrir aftan spegilinn.

Anna Hrund Másdóttir (1981-) býr og starfar í Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA-námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Áður en hún hóf myndlistarnám lauk hún BS-gráðu í stærðfræði við Háskóla Íslands. Auk þess að starfs sem myndlistarmaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang.

Daníel Björnsson (1974-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, er einn af stofnendum Kling & Bang og hefur verið virkur sem sýningarstjóri og myndlistarmaður allt frá útskrift. Daníel hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga erlendis og á Íslandi. Hann hefur kennt við Listaháskóla Íslands síðan 2005.

Jóhann Atli Hinriksson (1975-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk MFA-námi frá School of Visual Arts í New York 2005. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis.

Frekari upplýsingar veita: Elísabet s. 868 1845 og Daníel s. 691 4243

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page