top of page

AIVAG - Legislation Kitchen: 17.-25. febrúar í Gallery Port

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

AIVAG - Legislation Kitchen: 17.-25. febrúar í Gallery Port

Artist's in Iceland Visa Action Group (AIVAG) býður þér hjartanlega velkomin á röð viðburða sem munu eiga sér stað í Gallery Port í Febrúar, undir titlinum Legislation Kitchen. Markmið okkar með þessum viðburðum er að móta drög að tillögum að lagabreytingum á vinnu- og dvalarleyfum innflytjenda á Íslandi, með áherslu á listafólk sem býr á Íslandi en kemur frá löndum fyrir utan Schengen.

Við trúum því að skortur á almennilegum réttindum aðflutts listafólks endurspegli stærri vandamál sem snerta kjör og aðstæður allra sem vinna við listir og menningu á Íslandi. Þess vegna þykir okkur mikilvægt að beina athygli að þessu viðfangsefni ekki aðeins fyrir þau sem málefnið snertir beint heldur samfélag listafólks í heild sinni.

Þessar lagalegu hömlur ýta undir skort á fjölbreytni og inngildingu í íslensku menningarsamfélagi. AIVAG hefur lagt áherslu á að afla gagna sem sýna glöggt litla þátttöku listamanna utan ESB/EES í sýningum á listasöfnum og öðrum sýningarrýmum á Íslandi á síðustu tíu árum og einnig hversu fáir listamenn utan ESB hafa stundað nám á Íslandi. Hópurinn hefur skrifað greinar og haldið málstofur til að vekja athygli á þessum gögnum og málefninu í heild sinni, með það að markmiði að skapa grundvöll til samtals um þessi mál. Það er okkur mikilvægt að þessi hagsmunagæsla eigi sér stað á samfélagsgrundvelli, og þess vegna stefnir AIVAG að því að leggja áherslu á að byggja upp samstöðu.

Dagskráin í Gallery Port er eftirfarandi:

17. febrúar: Opnun í Gallery Port, boðið verður upp á drykk og dagskrá kynnt. Frá klukkan 17-19.
18. febrúar: Vinnustofa með R.E.C Arts Reykjavík um samfélag og samstöðu sem hefur titilinn: Allyship vs Accompliceship: How to combat the issue of exclusivity in Icelandic academic & artistic spaces. Hér er skráningarform á vinnustofuna:
https://forms.gle/EFwwDTZurXgjwsh29
24. febrúar: Spjall með Nicol Savinetti, stofnanda IMMART - https://immart.dk/
Tími tilkynntur síðar.
25. febrúar: Vinnustofa þar sem verða lögð drög að lista - dvalarleyfi, sem hefst á kynningu frá Claudiu Ashanie Wilson.Tími tilkynntur síðar.

Fyrir utan þessa skipulögðu viðburði verður mögulegt að koma við í Gallery Port á opnunartímum gallerísins til að kynnast AIVAG og skiptast á hugmyndum, athugasemdum og upplifunum.

Það gæti verið að við höldum óformleg spjöll við fólk sem tengist menningu og málum innflytjenda, þá verða þau tilkynnt síðar í mánuðinum undir titlinum Kitchen Talk. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefðir áhuga á að skipuleggja slíkt spjall mátt þú endilega vera í sambandi við okkur.

AIVAG stendur fyrir Artist's in Iceland Visa Action Group. Hópurinn var stofnaður árið 2021 og berst fyrir hagsmunum og vinnukjörum aðflutts listafólks sem býr og starfar á Íslandi. Markmið okkar er að starfa í samvinnu að grundvelli þar sem við getum vakið máls á baráttumálum okkar.

Legislation Kitchen er styrkt af Myndstefi og Myndlistarsjóði

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page