ACE-AR í Gallerí Gróttu 16. febrúar - 11. mars 2023

fimmtudagur, 16. febrúar 2023
ACE-AR í Gallerí Gróttu 16. febrúar - 11. mars 2023
Karen Björg Jóhannsdóttir er starfandi listmálari, búsett í Reykjavík. Hún lauk 2 ára diplómu af listmálarabraut Myndlistarskólans í Reykjavík árið 2018. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum í Reykjavík auk fjölda einkasýninga. Hún vinnur oft á mörkum hins hlutbundna og óhlutbundna og litagleðin er sjaldan langt undan.
Á sýningunni ACE-ar hefur Karen einbeitt sér að því að mála litrík, gróf portrett af sterkum og öflugum konum sem standa henni nærri. Skaðleg upplifun í æsku (e. ACE-Adverse Childhood Experiences) nær yfir margskonar líkamlegt og andlegt ofbeldi, vanrækslu og heimilisvandamál sem eiga sér stað í æsku.
Opið alla virka daga 10-18:30, föstudaga 10-17 og laugardaga 11-14.