Sýningaropnun í Gallerí Gróttu 26. júní kl. 17-20

föstudagur, 20. júní 2025
Sýningaropnun í Gallerí Gróttu 26. júní kl. 17-20
Jónína Magnúsdóttir - Ninný opnar sýningu sína Fyrir líkama og sál fimmtudaginn 26. júní kl. 17 - 20 í Gallerí Gróttu. Klukkan 18:00 mun söngkonan GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, syngja fyrir gesti á sýningaropnuninni.
Ninný útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 úr kennaradeild. Á námsárunum sótti hún einnig námskeið í málun hjá Hringi Jóhannessyni í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur auk þess sótt sér menntun hjá virtum listamönnum á Íslandi, Ítalíu, Spáni, Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð.
Á sýningunni „Fyrir líkama og sál“ vinnur Ninný aðallega verkin í olíu. Þema sýningarinnar er vatnið, sundið sem Ninný hefur stundað næstum alla sína ævi. Verkin eru unnin út frá upplifun hennar af vatninu og þeirri heilun, kyrrð og krafti sem það hefur veitt henni fyrir líkama og sál.
Meðfylgjandi er mynd af listakonunni, málverki sem og fréttatilkynning.
Sýningu lýkur 15. ágúst 2025.