top of page

Иorður og niður: Síðasta sýningarhelgi

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Иorður og niður: Síðasta sýningarhelgi

Nú fer hver að verða síðastur að koma og sjá hina umfangsmiklu sýningu Иorður og niður sem staðið hefur í Hafnarhúsi frá 13. október 2022 og hefur vakið verðskuldaða athygli gesta. Sýningarlok eru á sunnudag, 5. febrúar.

Sýningarstjórar eru Anders Jansson, Jamie DeSimone og Markús Þór Andrésson en hann verður með örleiðsagnir um sýninguna á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar kl. 21.00 og 21.30.

Á sýningunni leiða 30 listamenn saman hesta sína og sýna ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi og lífríki norðurslóða á okkar tímum. Listamennirnir eru bæði upprennandi og eins þekktari sem búsettir eru á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadísku strandsvæðunum, á Íslandi og á Norðurlöndunum.

Nýlega var athyglisverð umfjöllun um sýninguna í Hyperallergic vefritinu sem lesa má HÉR.

Иorður og niður er unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Listasafns Reykjavíkur á Íslandi og Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð, þangað sem sýningin heldur nú á sinn lokaáfangastað.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page