top of page

Þula Gallery: Arfur - Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 2. mars 2022

Þula Gallery: Arfur - Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir

Arfur, einkasýning Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, opnar á laugardaginn næstkomandi þann 5.mars og standa til 27.mars. Opnun er milli 14-18 og eru allir velkomnir.

"Í hversdeginum smyr ég mér samloku þar sem kynslóðirnar blandast saman í majonesinu og ólík tímabil mannkynssögunnar hlaðast ofan á hvert annað. Kalkúnabringa, salatblað, tómatar og ostur. Ég fæ mér bita og hugsa um ömmur mínar og afa, landflutninga, Evrópu og innflytjendur. Um gróður, mold og steingervinga, listir og sögu mannkyns."

Arfur
ég fæddist með silkiborða í höndunum
greip hann á leið minni gegnum fæðingarveginn
og skildi þá um leið
að hann væri haldreipi mitt í lífinu
silkiborði á kefli
sem hver einasta kona í móðurlegg hefur tekið við
spunnið við
og síðan gefið áfram
það er best að loka augunum og horfa með fingrunum
þá greiðist fyrr úr flækjunum
- Áslaug Íris Katrín Friðjóndóttir

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og MFA frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug bjó um tíma í Bandaríkjunum en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í söfnum, galleríum og öðrum sýningarrýmum í Evrópu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Áslaug hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2015 í Hverfisgalleríi en nýlegar sýningar eru STEIN SKRIFT í Norr11, Stellingar I Línulegar frásagnir í Berg Contemporary, Umskráning, fyrir sýningarröðina Í kring í Reykjavík Roasters/Ásmundarsal og Innanyfir í Gallerí Port.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page