top of page

Íslensku myndlistarverðlaunin 2023 - 16. mars - Iðnó

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Íslensku myndlistarverðlaunin 2023 - 16. mars - Iðnó

Þann 16. mars verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent
við hátíðlega athöfn í Iðnó.

Dagskráin hefst með fordrykk kl. 19:30 og í kjölfarið hefst athöfnin kl. 20:00.

Veitt verða verðlaun fyrir myndlistarmann ársins og hvatningarverðlaun. Að auki er veitt heiðursviðurkenning fyrir ævistarf og viðurkenningar fyrir útgefið efni, áhugaverðasta endurlitið og áhugaverðustu samsýninguna.

Að afhöfninni lokinni hefst fögnuður og forútgáfa á 3. tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi. Gestum gefst kostur á að næla sér í eintak ásamt eldri tölublöðum.

Myndlistarráð stendur að Íslensku myndlistarverðlaununum.

Fyrr um daginn er verður haldin ráðstefna, kl. 13:00-17:00, tileinkuð myndlistarmenningu og framtíð myndlistarstarfsemi á Íslandi. Að ráðstefnunni standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið og Myndlistarmiðstöð. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna verða tilkynntar síðar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page