top of page
< Back

Soffía Sæmundsdóttir

Til stjórnar

Soffía Sæmundsdóttir

Einkasýningar: Um stað, Grafíksalurinn (2022), Annað sjónarhorn, Listasafn Ísafjarðar (2022), Órætt landslag, Gallerí Grótta (2019), Hulið landslag, Gerðuberg Menningarmiðstöð (2017) Samsýningar: Solander 250: Bréf frá Íslandi, Hafnarborg ofl.(2022 - 2023), Dreggjar af dvöl I&II, Menningarhúsið Spöngin/ SITTArt Düsseldorf (2019), Florida State University Museum of Fine Arts - Elemental Iceland (2019), Við sjónarrönd, Listasafn Reykjaness (2016) Menntun: MA Hagnýt menningarmiðlun, HÍ (2022), Kennsluréttindi, LHÍ (2010), Mills College, Oakland, CA, MFA (2001-2003), MHÍ grafíkdeild(1987-1991) Viðurkennningar: Starfslaun listamanna (3 mán) (2016), Joan Mitchell foundation Sculpture and Painting award (2003) Vinnustofudvalir: Kunstkvarteret – Lofoten(2023), SITT Art – Düsseldorf (2019), Leighton Studios, Banff Centre, Canada (2004) Annað: SÍM og Íslensk grafík frá 1995(formaður ÍG 2011- 2015), sýningarnefnd ÍG(2015-2017). Varamaður í stjórn SÍM frá 2023 - 2024.

Mér eru húsnæðis- og vinnustofumál hugleikin og það sem snýr að aðstöðu myndlistarmanna. Fagfélögin hafa verið öflug. Þar má sjá að það skiptir miklu máli að hafa aðgengi að verkstæðum og fjölbreyttum sýningarstöðum. Mér finnst mikilvægt að skoða heildarmyndina, úthald, orka og vinnugleði skipta máli. Ósérhlífni félagsmanna samfara góðu tengslaneti kemur þeim langt. SÍM er fjölmennt félag með sterka rödd og lykilatriði að allir þræðir innan þess tengist, að verkaskipting sé skýr og að við vinnum að sama marki fyrir félagsmenn.

bottom of page