Logi Bjarnason
Til stjórnar
Markmið mitt með mitt því að bjóða mig fram í stjórn SÍM er að láta gott af mér leiða í þeim málefnum sem koma inn á borð SÍM eins og kjara mál og réttinda mál. Ég hef annars haldgóða þekkingu og reynslu á þeim málefnum sem SÍM er að vinna að. Auk þess hef ég hug á að leggja sérstaka áherslu á vinnustofu málefni SÍM. Ég mun tala fyrir því að félagsmenn geti leigt hentug rými í skammtímaleigu. Verkefnarými (projekt space) sem listamenn geta leigt sér til að vinna að væntanlegum sýningum. Það verður mitt markmið að berjast fyrir að SÍM geti boðið upp á fleiri vinnustofu kosti og á betri kjörum fyrir félagsmenn. Eins vildi ég tala fyrir því að SÍM hefði milligöngu um að leigja sýningar rými annars staðar helden í Hafnarstræti og Korpúlfsstöðum. Ég sé fyrir mér óhefðbundið rými sem hefur mikla möguleika.
Einnig hef ég áhuga á að listskreitingarsjóður verði nýttur betur til listaverkakaupa. Þá ekki einvörðungu til að setja á samkeppnir til kaupa á myndlist heldur líka sem einskonar innkaupanefnd fyrir ákveðin verkefni á vegum ríkisins. Ég mun einsetja mér að vinna fyrir alla félagsmenn SÍM.