top of page

Textílfélagið: Pappírsgerðarnámskeið á Korpúlfsstöðum 13. - 15. maí

508A4884.JPG

föstudagur, 6. maí 2022

Textílfélagið: Pappírsgerðarnámskeið á Korpúlfsstöðum 13. - 15. maí

Dagana 13.-15.maí næstkomandi verður pappírsgerðarnámskeið á Korpúlfsstöðum sem Bára Finnsdóttir og Jóna Imsland munu kenna. Hollanderinn verður loksins tekinn í notkun og er þetta tilvalið tækifæri að læra á hann og gera tilraunir með pappír.

Þar sem að það er einhver óværa í heimasíðunni okkar þá fer skráning fram á emaili að þessu sinni. Námskeiðið er opið öllum.

Kær kveðja fyrir hönd stjórnar,
Edda
-------

PAPPÍRSGERÐARNÁMSKEIÐ
Textílfélagið kynnir námskeið í pappírsgerð sem haldið verður á Korpúlfsstöðum dagana 13.-15.maí 2022.
Á námskeiðinu læra þátttakendur um aðferðir við að búa til mismunandi pappír og sögu pappírsgerðar. Kennt verður á pappírsgerðarvél Textílfélagsins og læra þátttakendur hvernig á að meðhöndla mismunandi trefjar og kynnast mismunandi blöndum. Hægt verður að bæta efnum út í pappírinn til að fá mimsmunandi áferð og liti. Farið verður yfir frágang á römmum, vatnsbölum og afgangs trefjum. Nemendur læra að pressa pappír.

Á þriðja degi verður unnið úr pappírsörkunum.
Kenndar verða aðferðir til að brjóta pappírinn og lita kanta.
Hægt verður að búa til bækur og/eða hefti.

Í lok námskeiðs verður óformleg yfirferð með kennurum þar sem þátttakendur tala um verkefnin sín.

Gott væri að þátttakendur tæku með sér:
• nesti (kaffi og te á staðnum)
• plastfilmu eða plastpoka sem passar fyrir plötu 30x40cm og smá hæð
• vatnsheldar svuntur og skó/stígvél
• gömul lök eða sængurver sem þið getið rifið niður í stærð 30x40 cm
• skurðarmottu
• reglustiku
• dúkahníf
• skæri
• blýant
• pensla
• vatnsliti, blek og/eða akrílliti
• nál og þykkari tvinna
• karton
• „bonefolder“ eða bréfahníf
• litlar þvingur

Kennar verða Bára Finnsdóttir og Jóna Imsland. Kennt verður á Textílverkstæðinu, Korpúlfsstöðum.

Föstudaginn 13.maí 16:00-19:00
Laugardaginn 14.maí 10:00-14:00 og 15:00-19:00 (skipt verður í tvo hópa þennan dag)
Sunnudaginn 15.maí 11:00-18:00

Skráning fer fram á textilfelagid@gmail.com.
Verð fyrir þriggja daga námskeið er 39.500 kr. fyrir þá sem ekki eru í Textílfélaginu. Fyrir meðlimi Textílfélagsins kostar námskeiðið 35.550 kr.
Greiða þarf inn á reikning: 0133-26-020432, kt: 580380-0189

Hámarksfjöldi þáttakenda er 10. Lágmarksfjöldi er 6.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page