top of page

Styrkur til dvalar í listamiðstöð Künstlerhaus Lukas

508A4884.JPG

fimmtudagur, 8. júní 2023

Styrkur til dvalar í listamiðstöð Künstlerhaus Lukas

NES listamiðstöð á Skagaströnd hefur um árabil verið í samstarfi við Künstlerhaus Lukas í
Ahrenshoop í Þýskalandi þar sem skipti á listamönnum er stór þáttur í samstarfinu. NES
listamiðstöð getur því boðið listamanni frá Íslandi eins mánaðar dvöl í Künstlerhaus Lukas
sem er ein elsta listamiðstöð Þýskalands og er staðsett á skaga við strönd Eystrasalts.

Styrkurinn innifelur gistingu og vinnurými auk 400€ ferðastyrks sem Künstlerhaus Lukas
og NES Listamiðstöð veita. Allur annar kostnaður, ferðir, fæði og uppihald er á ábyrgð
viðkomandi listamanns. Vinsamlegast athugið að dvöl í listamiðstöðinni er bundin við að
nýta sér hana í nóvember 2023. Við óskum því eftir að listamenn sæki ekki um nema þeir
séu öruggir um að geta nýtt dvölina á þeim tíma.

Umsóknir sendist í síðasta lagi 31. julí 2023 á netfangið nes@neslist.is, á íslensku eða
ensku, með yfirskriftinni Künstlerhaus Lukas Residency.

Umsóknin skal vera í einu pdf skjali og innihalda:
a) Afrit af ferilsskrá
b) Viljayfirlýsingu (með verkefnislýsingu – hámark 500 orð)
c) Hlekk á vefsíðu/sýnishorn af verkefnum

Nánari upplýsingar um NES listamiðstöð í https://neslist.is/kunstlerhaus-lukas-artistexchange/ og Künstlerhaus Lukas er að finna í http://www.kuenstlerhauslukas.de/englisch/index1.php .

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page