top of page

Sprengikraftur mynda í ARoS

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. apríl 2023

Sprengikraftur mynda í ARoS

Sýningin Erró: Sprengikrafur mynda sem fyllti sali Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur síðastliðið ár var opnuð í ARoS listasafninu í Árósum föstudaginn 31. mars að viðstöddu miklu fjölmenni. Ávörp fluttu safnstjórar ARoS og Listasafns Reykjavíkur, þær Rebecca Matthews og Ólöf Kristín Sigurðardóttir og borgarstjórinn í Árósum, Jacob Bundsgaard, opnaði sýninguna.

Jyllands-Posten birti í morgun gagnrýni um sýninguna og gefur henni fjórar stjörnur: ,,Der er mange farver i ny udstilling pa ARoS, men tonen er tungsindig".

Erró: Sprengikrafur mynda hlaut á dögunum Íslensku myndlistaverðlaunin fyrir bestu yfirlitssýningu ársins 2022. Sýningin byggir á safneign Listasafns Reykjavíkur og er umfangsmesta sýning á verkum listamannsins sem sett hefur verið upp á Norðurlöndunum og sannarlega umfangsmesta sýning sem íslenskt safn hefur sent utan. Sýningin stendur fram til 3. september 2023 og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Sýningarstjórar eru Gunnar B. Kvaran og Danielle Kvaran, Erró sérfræðingur Listasafns Reykjavíkur.


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page