top of page

SÍM Gallery: Lífrænar arkir - Kristveig Halldórsdóttir

508A4884.JPG

mánudagur, 2. maí 2022

SÍM Gallery: Lífrænar arkir - Kristveig Halldórsdóttir

Kristveig Halldórsdóttir sýning í Sím salnum í maí.
Velkomin á opnun sýningarinnar þann 4. maí kl. 17 - 20.
Sýningin stendur yfir frá 5. - 30. maí 2022
Opið á virkum dögum frá kl. 10 - 16
Opið sunnudaginn 29. maí frá 14:00-17:00

Lífrænar arkir
Trefjarnar í handgerða pappírnum mynda autt blað. Eins konar tóm sem er undanfari þess sem getur orðið. En í tóminu leynist iðandi líf allra möguleika ef vel er að gáð. Pappírinn er lifandi, lífrænn og sjálfum sér nógur. Hann hefur eigin áferð í kyrrð sinni, myndar eigið landslag með dölum, hæðum og hólum og er í senn viðkvæmur og sterkur, sveigjanlegur og stöðugur.
Af virðingu við efniviðinn les ég í innihaldið og leitast við að vera honum trú. Sumar arkirnar styrki ég með náttúrulegum efnum eins og trjákvoðu og bývaxi. Bræði saman til að styrkja viðkvæman pappírinn og gera hann meðfærilegri. Útsaumur, spor, línur og litir verða að óræðum sögum þar sem lesa má milli línanna.
Handgerður pappír út trefjum verður alltaf einstakur. Engar tvær arkir eru nákvæmlega eins. Pappírinn er náttúrulegur og sjálfbær efniviður listamanna sem vilja þyrma móður jörð og beita þessari þúsunda áragömlu kunnáttu sem fyrst varð til og þróaðist í Kína en barst nokkrum öldum síðar til annarra Asíulanda og á endanum til Evrópu á 11. öld.


Kristveig Halldórsdóttir lærði textílmyndlist í Myndlista- og handíðskóla Íslands, fór í framhaldsnám í Listiðnaðarháskólanum í Osló og lauk þaðan mastersnámi í textílmyndlist. Hún hefur haldið einskasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands og erlendis ásamt sýningarstjórn. Í mastersnáminu rannsakaði hún sérstaklega gerð handunnins pappírs úr mismunandi plöntutrefjum sem leggur mikilvægan hugmyndfræðilegan grunn að verkum hennar.

English//

Organic sheets
The fibers in the handmade paper form a blank sheet, a kind of vacuum state of all possibilities, which at a closer look is teeming with life. The paper is alive, organic, and self-sufficient. In its own silence, it forms a landscape of its own with dales, hills, and hillocks and it is at the same time fragile and strong, flexible and stable.

Out of respect for the material, I read into it, and try to remain truthful to its essence. Some of the sheets I strengthen with natural materials such as resin and beeswax which I melt together to strengthen the fragile paper, also making it more manageable. Embroidery, stitches, lines, and colors turn into obscure stories where reading between the lines becomes possible.

Handmade paper made of fibers is always unique. No two sheets are identical. The paper is a natural, sustainable material for artists who want to spare mother earth and make use of this age-old knowledge that first emerged in China but, several decades later, spread to other Asian countries and eventually to Europe in the 11. century.

Kristveig Halldórsdóttir studied textile art at the Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavík and continued her studies at the National College of Art and Design in Oslo where she finished a masters degree in textile art. She has had several solo exhibitions and has taken part in many group exhibitions in Iceland and abroad. During her graduate studies, she particularly researched the craftsmanship of handmade paper made of plant fibers which lays an important conceptual foundation for her artwork.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page