top of page

Rósa Sigrún og Páll Ásgeir sýna á Grænlandi

508A4884.JPG

föstudagur, 12. maí 2023

Rósa Sigrún og Páll Ásgeir sýna á Grænlandi

Myndlistarsýningin STEREO VISIONS verður opnuð í Listasafninu í Ilulissat á Grænlandi - Ilulissani Eqqumiitsulianut Katersugaasivik.

Sýningaropnun er sunnudaginn 14. maí og mun standa til 8. júlí. Þarna sýna Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson verk sem samanstanda af mismunandi miðlum allt frá ljósmyndum og myndböndum yfir í útsaum og hekl. Rósa og Páll dvöldu 7 vikur í svartasta skammdeginu í smáþorpinu Oqaatsut veturinn 2021. Sýningin endurspeglar vangaveltur þeirra um sýn þess sem er gestkomandi í framandi samfélagi. Vangaveltur sem vonandi eiga erindi á stað eins og Ilulissat þar sem ferðamennska fer mjög vaxandi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page