top of page

Portfolio Gallerí: Innri - Ytri veruleiki - Húbert Nói Jóhannesson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. maí 2022

Portfolio Gallerí: Innri - Ytri veruleiki - Húbert Nói Jóhannesson

Húbert Nói Jóhannesson opnar sýningu sem nefnist Innri- Ytri veruleiki í Portfolio Gallerí Hverfisgötu 71 101 Reykjavík laugardaginn 14 Maí kl. 16:00 til 18:00.

Þetta er 35 einkasýning listamannsins og inniheldur ný og og eldri verk í samtali innbyrðis sem og við sýningarrýmið.

Entropy er hugtak úr eðlis- og efnafræði sem greinir frá tímastefnu efnisheimsins til aukinnar óreiðu, Chaos.

Óreiða er hið eðlilega ferli tilverunnar, lögmál, sem maðurinn vill halda í við með aðferðum sem hann hefur vit til.

Fegurðin, Aestetic, hver svo sem hún er okkur, hefur aðdráttarkraft líkt og þyngdaraflið, hún dregur að sér og festir athyglina.
Fegurðin kemur reglu á óreiðu hugsana og tilfinninga, stöðvar tímann. Það er ekki endilega kjörástand en drjúg kjölfesta og aflgjafi áður en óreiðan oft frjósöm og hvetjandi færist aftur yfir tilveruna.

Symmetría, samhverfa er í mínum verkum þegar innri- og ytri veröld ná um stundarsakir einhverskonar jafnvægi, Equilibrium. Symmetria er ekki endilega sjónrænt fyrirbæri, þannig má líta á kort af landsvæði og upplifun af staðnum sem kortið sýnir sem form af samhverfu innri- og ytri heims.

Jafnvægi á einu sviði getur skapað ójafnvægi í öðrum ferlum. Það væri t.d illa fyrir mannkyninu komið ef styrkur coldíoxíðs í andrúmsloftinu umhverfis væri sá sami og hann er í loftinu sem við öndum frá okkur. Þá symmetríu mun þó enginn upplifa því löngu áður tæki ytri heimurinn afgerandi breitingum sem myndu útiloka allt líf vegna afleiðinga af hækkandi hitastigi jarðar, Chaos.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page