top of page

Nýp Skarðsströnd: Sé (að Nýp) - Brák Jónsdóttir

508A4884.JPG

þriðjudagur, 24. maí 2022

Nýp Skarðsströnd: Sé (að Nýp) - Brák Jónsdóttir

Brák Jónsdóttir:
Sé (að Nýp)
29.05.-15.09. 2022
Nýp sýningarrými
Nýp Skarðsströnd, Dalabyggð

Ráfa, horfa, grípa, krafsa, skoða, pota, brenna, grafa, geyma, nota.
Með verkinu Sé (að Nýp) vefur Brák Jónsdóttir saman þræði
veruleika og ímyndunar við rannsókn á umhverfi sínu.
Vísanir verksins í heim vísinda, safna, geymslu og
myndlistar varpa ljósi á dvöl listamannsins að Nýp í aðdraganda að
vinnslu verksins, sem er unnið sérstaklega fyrir Nýp sýningarrými.
Gler spilar stórt hlutverk í innsetningunni; horft er inn um það, út um
það, gegnum það. Áhorfandinn stendur andspænis þeim viðhorfum
mannsins að meta náttúruna út frá sjálfum sér, aðskilja sig frá
henni, fanga hana, færa hana úr stað og laga að eigin afstöðu.

Brák Jónsdóttir (f. 1996) lauk námi við LHÍ vorið 2021 og er
sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Verkefni hennar fjalla gjarnan
um samband fólks og náttúru. Hún vinnur með staði þar sem
menning og náttúra mætast og valdið sem þar birtist.
Brák dregst að hinu sjaldgæfa og hversdagslega í senn, í anda
arfleiðar Cabinets of curiosities. Það birtist í áhuga hennar á því
sem er einstakt hvað varðar áferð og lit, því sem er dularfullt og
tengist jafnvel hinu yfirnáttúrulega.

Nýp sýningarrými er listamannarekið rými fyrir myndlist og er aðili
að Samtökum um listamannarekin rými. Sýning Brákar Jónsdóttur
er þriðja sýningin í þessu rými og standa sýningar sumarlangt.
Sýningarnefnd skipa Becky Forsythe, Sigurður Guðjónsson
og Þóra Sigurðardóttir. Sýningin Sé (að Nýp) er opin samkvæmt
samkomulagi, vinsamlega hringið í síma 8961930 eða sendið erindi
á nyp@nyp.is. Verkefnið er stutt af Sóknaráætlun Vesturlands og
Myndlistarsjóði.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page