top of page

Myndstef: Opnað fyrir styrkumsóknir Myndstef þann 17. júní

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. júní 2022

Myndstef: Opnað fyrir styrkumsóknir Myndstef þann 17. júní

Þann 17. júní opnar fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartímaverða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum sem ekki er hægt að greiða beint til einstaka höfunda, t.d. vegna þess að höfundar eru fallnir úr vernd, höfundar finnast ekki eða vegna samningskvaða-samninga (heildarsamninga).

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Úthlutunarnefnd er tilnefnd af aðildarfélögum Myndstefs og skulu aðilar vera tilnefndir skv. eftirfarandi; 1 af sviði myndlistar, 1 af sviði ljósmyndunnar og 1 af sviði hönnunar og arkitektúrs. Ný nefnt tekur til starfa á þessu ári, tilnefnd af Félagi íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).


Hér er að finna úthlutunarreglur: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/reglur/
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér úthlutunarreglur vel áður en sótt er um styrk. Ef umsókn mætir ekki skilyrðum úthlutunarregla eða ef umsókn er ekki fyllt út skv. leiðbeiningum og reglum áskilur úthlutunarnefndin sér rétt til að hafna henni.

Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum, og eru umsóknarform aðgengileg hér: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/umsoknir/


Vakin er athygli á því að þeir sem hlotið hafa styrk frá Myndstef skulu gera skriflega grein fyrir ráðstöfun fjárins eigi síðar en umsóknafrestur styrkja næsta árs rennur út. Frekari styrkveitingar eru háðar því að styrkþegi geri grein fyrir ráðstöfun fyrri styrks og að honum hafi verið varið til verkefnisins í samræmi við upphaflegan tilgang.

Hér má nálgast skilagreinar styrkja: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/skilagreinar/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page