top of page

Mjólkurbúðin Akureyri: Velkomin í dúkkuhúsið - Ágústa Björnsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 9. september 2022

Mjólkurbúðin Akureyri: Velkomin í dúkkuhúsið - Ágústa Björnsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir

Kæru áhorfendur
Velkomin í dúkkuhúsið.
Pastelbleika paradís fyrir tvær litlar konur.
Lífið er saklaust og fullkomið. Konurnar elska sólböð, eróbikk og stöku sinnum drekka þær vín til að hrissta upp í tilverunni.
En einn daginn, þó allt væri í ljúfri löð, dregur skyndilega til tíðinda í dúkkuhúsinu. Kannski var það uppsöfnuð þreyta á eilífum sólböðum og fegrun fyrir heiminn. Og kannski er bara hægt að fá nóg, upp úr þurru, einn bleikan veðurdag.
Welcome to the Dollhouse er skemmtileg satíra þar sem áhorfendum býðst að skyggnast inn tilvist sem á margt skylt við raunveruleikasjónvarp.
Sýningin er vikulöng gjörningaröð sem listakonurnar Ágústa Björnsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir flytja í Mjólkurbúðinni á Akureyri.
Gjörningaröðin hefst laugardagskvöldið 10. september klukkan 20:00 þar sem gestum er boðið inn í dúkkuhúsið sjálft en einnig verður hægt að fylgjast með á netinu (linkur settur inn síðar).
Á hverjum degi til 16. september verður svo hægt að fylgjast með framvindu lífsins í dúkkuhúsinu. Stillið inn frá 17:00 - 20:00. Við setjum linkinn inn hér.
Látið ykkur því ekki leiðast, það er gaman að horfa á aðra.


Youtube hlekkur: https://www.youtube.com/watch?v=CtcIp0R5KgE
Facebook hlekkur: https://www.facebook.com/events/802333524144997?ref=newsfeed

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page