top of page

Megan Auður: Verndarveggir 24.02 - 07.04.2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. febrúar 2024

Megan Auður: Verndarveggir 24.02 - 07.04.2024

Ég glefsa. Ég frýs. Brenn. Þiðna. Ég byggi veggi. Ég byggi brýr. Verndarveggir er einkasýning Megan Auðar sem samanstendur af teikningum og skúlptúrum sem öll fjalla um áfallastreituröskun og bata. Oft tölum við um bata sem beinan veg fram á við. Vegur sem maður hrasar á, eða aftrar. Sýningin Verndarveggir heldur því fram að áföll og bati eru til staðar samtímis. Hvort sem manni líður, betur eða verr. Þá er það bara hluti af því, og það er allt í lagi.

Megan Auður er listakona og aktívisti sem vinnur með hugmyndir um áföll og bata, með því að skapa umgjarðir fyrir samtöl, stuðning og sameiginlega ímyndun af mögulegum framtíðum.

Megan útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskólanum í Utrecht (HKU) og hefur síðan unnið á ýmsum sviðum myndlistar, meðal annars sem myndlistarkona, kennari, aktívisti, rithöfundur og sýningarstjóri.

Á ferli sínum hefur hún komið að því að stofna ýmis langtíma samstörf svo sem Tools for the Times (2019- ), og málefnahópsins AIVAG, Artists in Iceland Visa Action Group (2021- ).

Megan hefur áður starfað með Kuno Biennale, Kunsthalle Wien, Centraal Museum Utrecht, IMPAKT hátíðinni og BAK, Basis Voor Actuele Kunst.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page