top of page

Litla Gallerý: Laus sýningarpláss 2023

508A4884.JPG

miðvikudagur, 23. ágúst 2023

Litla Gallerý: Laus sýningarpláss 2023

LG er listamannamiðað rými sem gefur myndlistarmönnum tækifæri á að sýna verk sín og opna á samtal í spennandi og framsæknu rými þar sem listamaður fær eftirfarandi stuðning gegn sýningargjaldi sem er 45.000 kr.

- Aðstoð við sýningarstjórn og ráðleggingar við upphengingu
- Hönnun á grafísku útliti og kynningarefni
- FB viðburður, viðburður á Hafnarfjarðarbæ og SÍM ef við á
- kynningu á vef og samfélagsmiðlum þar sem sýningu er gerð skil
- Uppsetning og útprentun á sýningarskrá og verðlista ef við á
- Boðskort sent á gestalista LG
- Ef um er að ræða sölusýningu fer sala í gegnum listamann og engin söluþóknun tekin

Venjulegt sýningartímabil er föstudagur-sunnudags með möguleika á að byrja sýningu á fimmtudagskvöldi, samtals 4 dagar. Hægt er að að lengja sýningartímabilið með því að taka tvö eða fleiri tímabil í röð og skal það þá tekið fram í umsókn.

Umsóknir á https://www.litlagallery.is/syningarumsokn

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page