top of page

Lit-blinda: Aldís Ívarsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. mars 2023

Lit-blinda: Aldís Ívarsdóttir

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Aldísar Ívarsdóttur í Gallerí Göngum, miðvikudaginn 5. apríl kl 17-19. Sýningin ber yfirskriftina Lit-blinda.
Aldís Ívarsdóttir er fædd í Reykjavík 1961. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands (MHÍ) og hefur jafnframt sótt námskeið í myndlist og grafískri hönnun. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistamanna (SÍM).
Aldís heillaðist í náminu af Kristjáni Davíðssyni listmálara sem varð henni fyrirmynd. Hún gat þó ekki sinnt listsköpun sinni sem skyldi vegna veikinda í fjölskyldu og anna heima fyrir vegna ungra barna.
Fyrir nokkrum árum hægðist um svo að hún gat farið að mála af fullri alvöru. Aldís vill að persónuleg upplifun og hugmyndaflæði áhorfandans fái að njóta sín og þess vegna eru verkin annað hvort nafnlaus nafnlaus, eða kallast “óræðum nöfnum.” Nafngift getur sett nálgun áhorfandans ákveðnar skorður.
Aldís er litblind og í upphafi vildi hún ekki að fólk vissi af því. En í dag lítur hún á það sem sérstakan karakter í sínum verkum, sem vissulega stýrir hennar litavali, sem oftast eru sterkir og stundum skærir litir.
Aldís á að baki nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis ásamt því að hafa tekið þátt í samsýningu á vegum SÍM
Vinnustofa á heimili Aldísar: Rituhólum 5, 111 Reykjavík email: aldis.ivars@gmail.com Instagram: aldis.abstract

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page