top of page

Hugo Llanes And When The Sun Rises, I Look at The Sun í Associate Gallery

508A4884.JPG

þriðjudagur, 18. apríl 2023

Hugo Llanes And When The Sun Rises, I Look at The Sun í Associate Gallery

Velkomin á opnun einkasýningar Hugo Llanes „And When The Sun Rises, I Look at The Sun“ í Associate Gallery sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl kl. 16

Með „And When The Sun Rises, I Look at The Sun“ (og þegar sólin rís lít ég til sólar) leggur Hugo Llanes til að endurskipuleggja búskap, arðrán og innflutning ákveðins landbúnaðar sem dæmi um félags-pólitíska atburði, svo sem komu Spánverja til Ameríku, og þróun landbúnaðariðnaðarins í Rómönsku-Amerísku samhengi.

Með áherslu á jörð og menningarleg mótíf, og sykuriðnað Veracruz-héraðsins í Mexíkó - upprunastað listamannsins - til viðmiðunar, dregur Llanes upp mynd af samspili hálf-sveitaverkamanns, iðnvæðingu landsins og hefðanna sem af þeim kunna að spretta. Hér mótar Llanes í tvíþættri athöfn, þar sem hann málar með ösku sykurreyrsviðar á striga sem hann svo svíður, samsetta innsetningu af brenndu hveiti, bómull, reyr og ryðfríu stáli.

Listamaðurinn leitast þannig við að hvetja til samtals um flækjustig þess að hrærast í samtímaveröld sem viðhaldið er af útdráttarhyggju, óhóflegri neyslu og jarðargróða sem er undirstaða kapítalískrar viðskiptastefnu.

Hugo Llanes er listamaður með aðsetur á Íslandi. Hann er með BA frá Universidad Veracruzana og MA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Verk hans fela í sér rannsókn á félagspólitískum sprungum og fagurfræði sem brýst út úr þeim. Llanes skoðar félagslegar aðstæður, svo sem matvælaflutninga, misbeitingu valds, efnahagslega misskiptingu og fæðuframboðskeðjuna. Til að lýsa þessu notast hann við listrænar rannsóknir og miðla svo sem viðhaldslist, gjörninga, innsetningar, staðbundna list, þátttökulist, myndbandalist og víðtæka málaralist. Hann telur að hið persónulega sé örkerfi sem verður fyrir hnattrænu sviði.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page