top of page

Guðrún Einarsdóttir opnar sýninguna Málverk í Listvali

508A4884.JPG

þriðjudagur, 18. apríl 2023

Guðrún Einarsdóttir opnar sýninguna Málverk í Listvali

Guðrún Einarsdóttir opnar sýninguna "Málverk", laugardaginn 22. apríl frá kl. 14-16 í Listvali á Granda, Hólmaslóð 6. Á sýningunni Guðrún okkur verk þar sem lífræn form, efniskennd og áferð eru allsráðandi.

Á ferli sínum hefur Guðrún gert tilraunir með eiginleika olíunnar og þróað margs konar áferðir sem einkenna verk hennar. Úr verður einstakur myndheimur sem vísar í tilbrigði og form náttúrunnar, nokkurs konar efnislandslag á striga, eins og listamaðurinn segir sjálfur um verkin. Verkin vinnur Guðrún flöt á borðum, mánuðum og jafnvel árum saman. Aðferðir hennar eru vísindalegar og nákvæmar en hún nýtir einnig þekkingu sína á lífrænu ferli efniviðarins þar sem hún leyfir því óvænta og ófyrirséða að gerast. Í verkum Guðrúnar finnum við vel fyrir náttúrunni. Áhorfandinn skynjar tilvísanir í fjölbreytt náttúrufyrirbæri og náttúruferli sem og síbreytilega mótun, líkt og formin hafi vaxið með og upp í gegnum strigann.

Guðrún Einarsdóttir (f. 1957) er einn fremsti íslenski myndlistarmaður samtímans. Hún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands á 9. áratugnum, ásamt námskeiðum í efnafræði síðar á ferlinum. Undanfarna tvo áratugi hefur Guðrún Einarsdóttir tekið þátt í fjölda samsýninga, en einnig sýnt einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Hún er fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi, en verk hennar er að finna bæði á opinberum söfnum sem og í einkaeign.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page