top of page

Grafíksalurinn: Um stað/About a Place - Soffía Sæmundsdóttir

508A4884.JPG

þriðjudagur, 25. október 2022

Grafíksalurinn: Um stað/About a Place - Soffía Sæmundsdóttir


Laugardaginn 29. október klukkan 16 opnar Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður sýninguna Um stað/About a Place í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 hafnarmegin.

Á sýningunni eru stórar teikningar og verk á pappír og viðfangsefnið er staður á Suðurlandi sem er henni persónulega kær og hefur verið innblástur að ýmsum verkum gegnum tíðina. Hvað er þar? Kannski einhver óljós þráður? Glitofin perla upplifana og skynjunar í fylgsnum hugans sem hún finnur þörf fyrir að koma frá sér í ýmsa miðla. Með því að kortleggja svæði minninga og færa í orð er dregin fram breytt landnotkun sem opnar á nýja nálgun. Skrásetning lita og upplifana í gróðri og náttúrufari er ómarkviss en rétt. Niðurstaðan tilviljunum háð og alls ekki ígrunduð.

Samhliða sýningunni verður bókverk Soffíu sem hún nefnir: Sveitin mín – Leiðarvísir gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Soffía á að baki langan og farsælan feril. Hún hefur verið virk á myndlistarvettvangi frá útskrift úr grafíkdeild MHÍ 1991. Hún hefur staðið fyrir ótal sýningum, tekið þátt í samsýningum, rekið vinnustofu og verið virk í félaginu Íslensk grafík. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 14-17 og stendur til 13. nóvember.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page