top of page

Grafíksalurinn, Hafnarhúsinu: ÚTÓPÍA/STAÐLEYSA - Margrét Jónsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 14. september 2022

Grafíksalurinn, Hafnarhúsinu: ÚTÓPÍA/STAÐLEYSA - Margrét Jónsdóttir

Velkomin á sýningu Margrétar Jónsdóttur ÚTÓPÍA/STAÐLEYSA í Grafíksalnum Hafnarhúsinu, hafnarmegin þann 16 september kl. 16:00 til 19:00.

Sýningin stendur yfir til 2. október og er opin alla daga frá kl. 14 –18. Margrét sýnir verk sem hún hefur unnið undanfarin 3 ár og málað með náttúrulegum efnum.

MARGRÉT er fædd í Reykjavík. Hún hefur langan starfsferil og starfar við myndlist á Íslandi og Frakklandi. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins College of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Hún hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún er í ritinu „Íslensk listasaga“, sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af stofnendum Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir hana eru í eigu helstu listasafna landsins. Hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Félagi í FÍM, Íslensk Grafík, SÍM, Nýlistasafninu.

Sýningin ÚTÓPÍA/STAÐLEYSA er í Grafíksalnum Hafnarhúsinu, hafnarmegin stendur yfir frá 16. september til 2. október og er opin alla daga frá kl. 14 –18. Verið velkomin.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page