top of page

Gallery Port: Þetta er allt - Kristín Gunnlaugsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. maí 2022

Gallery Port: Þetta er allt - Kristín Gunnlaugsdóttir

Kristín Gunnlaugsdóttir - Þetta er allt.

Föstudaginn 13. maí kl. 17 opnar Kristín Gunnlaugsdóttir, sýninguna 'Þetta er allt' í Gallery Port. Sýningin stendur til 2. júní og er opið í Gallery Port frá þriðju- til laugardags frá 12-17.

Sýningin 'Þetta er allt' er um málverkið. Í Gallery Port eru 20 olíumálverk á striga, unnin 2019 - 2020. Öll verkin hafa það sameiginlegt að fjalla ekki um annað en upplifunina.

Hér er engin saga og ekki unnið út frá formi eða uppbyggingu heldur kallar litur eftir næsta lit. Stundum verður úr því litleysa þegar leysiefnin fá litina til að renna og kúldrast saman, þar til verkið segir sjálft að það er tilbúið. Best er að hætta rétt áður en það verður öruggt.

Hér er engin hugmynd önnur en sú að treysta, vaða áfram og gera það sem manni sýnist. Að sjá fegurðina í því sem maður kallaði áður mistök er negla eins og Árni í Port myndi segja.

Það er ekki hægt að sleppa tökunum nema vita hvað það er að hafa stjórn. Hér er allri uppsafnaðri reynslu og færni áranna sleppt lausri, ekki af því að allt sem maður hefur lært er ómögulegt. Það er bara komið að þessu. Þetta er allt.

/ / / /

Kristín útskrifaðist frá MHÍ 1987, nam íkonamálun í klaustri í Róm 1987 - 1988, og stundaði nám í Accademia di belle Arti í Flórens, Ítaliu frá 1988 - 1995. Kristín hefur unnið fígúratíf verk, helst um samband manns og náttúru og stöðu konunnar í samtímanum. Hún vinnur helst í málun, teikningar, eggtemperuverk með blaðgulli, saumuð veggteppi, textaverk og innsetningar. Hún hefur starfað að myndlist eingöngu frá námi, sýnt heima og erlendis og á verk í eigu helstu safna landsins.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page