top of page

Eggert Pétursson í Grasagarði Reykjavíkur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. mars 2024

Eggert Pétursson í Grasagarði Reykjavíkur

Á sýningunni Garðablóm dregur Eggert fram æskuminningar frá uppeldisárunum í Skipasundi, snemma á sjöunda áratugnum. Eggert, sem vinnur málverk sín út frá minni, rifjar upp liðna tíma úr nærumhverfi Grasagarðs Reykjavíkur þegar steinbeð úr fjörugrjóti eða hraunhellum voru móðins og blómaskeið íslenska einbýlishússins hafði náð hápunkti.

Málverkin á sýningunni hafa þá sérstöðu að vera þau einu sem Eggert hefur málað af skipulögðum görðum. Í einu verkinu er ferhyrnt beð, sem enn er staðsett rétt fyrir utan Garðskálann, þar sem sérhvert blóm er í skipulega afmörkuðum reit. Í beðinu má greina kornasteinbrjót, sjaldgæft blóm sem Eggert fann á túni við Vatnagarða þegar hann var ungur strákur og flutti sjálfur í Grasagarðinn. Hin tvö verkin vísa til hinna fjölmörgu steinbeða hverfisins þar sem íslenskar og erlendar blómategundir voru vandlega gróðursettar á milli steinanna, allt frá hefðbundnum garðablómum eins og stjúpu til steinbrjóts og melasólar.

Sýningin er nú þegar opin, en opnunartímar eru:
fimmtudagur 7. mars 10-15
föstudagur 8. mars 10-18
laugardagur 9. mars 10-18
sunnudagur 10. mars 10-18
mánudagur 11. mars 10-15
þriðjudagur 12. mars 10-15
miðvikudagur 13. mars 10-15
fimmtudagur 14. mars 10-15

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page