top of page

Dagur Norðurlanda: Norræn samstaða og máttur menningar á stríðstímum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

Dagur Norðurlanda: Norræn samstaða og máttur menningar á stríðstímum

Norræna húsið, Norræna félagið og Norræna ráðherranefndin bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Dag Norðurlanda, en hann markar undirskrift Helsinki-sáttmálans sem leggur grunn að samstarfi norrænna þjóða. Dagskráin í ár hverfist um frið og norræna samstöðu á stríðstímum og samanstendur af pallborðsumræðum, ræðum og menningarlegum uppákomum. Viðburðurinn verður einnig aðgengilegur í streymi.

DAGSKRÁ í Elissu sal Norræna hússins
23. Mars klukkan 16:00 - 18:15

Opnunarávörp:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherraNorðurlanda
og Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins.

Pallborðsumræður:
KONUR Í STRÍÐI
Hlutverk menningar og lista á stríðstímum. Fjórar úkraínskar og rússneskar konur sem starfa í menningargeiranum ræða um hlutverk menningar á stríðstímum, mátt listarinnar til að koma frásögnum til skila og fræða fólk, samhliða því að veita huggun og grið á tímum verstu hörmunga manna, eins og stríðsins í Úkraínu.
Olga Jóhannesson stýrir umræðum.

Ávörp:
Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
og Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar.

Upplestur:
Guðni Elísson fjallar um og les upp úr bók sinni Ljósgildran sem er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Erindi:
Helgi Þorsteinsson, sagnfræðingur og stjórnarmaður í Norræna félaginu: Stríð og friður á Norðurlöndum

Lokaorð:
Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins

Tónlistaratriði:
Bragi Bergsson flytur tvö lög

Norræn móttaka:
vín og léttar veitingar í boði

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page