top of page

D48 Dýrfinna Benita Basalan: Langavitleysan

508A4884.JPG

þriðjudagur, 13. júní 2023

D48 Dýrfinna Benita Basalan: Langavitleysan

Verið velkomin á opnun sýningarinnar D48 Dýrfinna Benita Basalan: Langavitleysan-Chronic Pain í Hafnarhúsi fimmtudagksvöldið 15.júní kl. 20.00.

Dýrfinna Benita varpar á sýningu sinni fram spurningum um sameiginlegt minni og hversdagsleikann í sinni látlausu og jafnframt átakanlegu mynd. Innsetningin er innblásin af hugtakinu „gott vont” – eitthvað sem er vont að upplifa en þegar á botninn er hvolft er það til góðs. Í tvöföldu heiti sýningarinnar kemur fram tvíhyggja sem Dýrfinna Benita upplifir sem blandaður einstaklingur. Raunveruleiki þar sem hún nýtur þeirra forréttinda að vera Íslendingur en tilheyrir þó jaðarhóp.

Sýningarstjóri er Aldís Snorradóttir.

Dýrfinna Benita Basalan (f.1992) útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie með B.A. gráðu í myndlist og hönnun og hefur starfað síðastliðin ár sem myndlistarkona á ýmsum vettvöngum. Hún dregur myndheim sinn ýmist úr jaðar kúltúrum, manga, hinsegin menningu og persónulegri reynslu sinni sem blandaður einstaklingur. Dýrfinna er einn af þremur meðlimum Lucky 3 hópsins ásamt Melanie Ubaldo og Darren Mark sem vann hvatningarverðlaun myndlistarráðs 2022.

Sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Dýrfinna er 48. listamaðurinn til að sýna í röðinni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page