top of page

Café Pysja: Í Hallsteins nafni - Vísir að yfirliti á 6-7 áratuga ferli listamannsins

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. september 2022

Café Pysja: Í Hallsteins nafni - Vísir að yfirliti á 6-7 áratuga ferli listamannsins

Opnun / Opening 17.09.2022 / 14:00 - 18:00
Tímabil / Duration 17.09 - 04.12.2022


Það er okkur sönn ánægja að kynna nýtt sýningar og margmiðlunarverkefni Café Pysju – Í HALLSTEINS NAFNI.
Við hefjum leikinn á laugardaginn 17. september með útgáfu samnefnds dagblaðs tileinkuðu Hallsteini – samhliða því sem við köllum: ‘Vísir að yfirliti á 6-7 áratuga ferli listamannsins’. Við erum auðvitað að tala um myndhöggvarann góðkunna Hallstein Sigurðsson, og feril verka hans á myndlistarsviðinu sem spannar hartnær 7 áratugi. Við höfum og valið verk til innsetningar, frá hverjum þessara áratuga, til að gefa áhugasömum einhverja mynd af þeim mikla fjölbreytileika sem um ræðir… Í sýningarsal Café Pysju að Hverafold 1-3 (Verslunarkjarninn við Fjallkonuveg í Grafarvogi).
Hallsteinn er sannkallaður virtúós í módernískri ‘höggmyndalist’ á Íslandi á seinnihluta 20. aldar og nú í upphafi þeirrar 21stu. Verk hans hafa rutt sér rúms í almenningsrýmum höfuðborgarinnar og víðar. Rétt eins og hjá föðurbróður hans Ásmundi. Hallsteinn var á tímabili álitinn íhaldssamur listamaður en tryggð hans við ákveðin módernísk gildi hafa sannað sig sem raunverulega rótæk og gefandi afstaða. Til þess falinni að leysa úr læðingi ímyndunnaraflinu og undursamlegheitum í okkar tilveru.

Í framhaldinu munum við kynna næstu kafla í þessu ævintýri en á laugardaginn þá hlökkum við til að sjá ykkur!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page