top of page

Auglýst eftir listamönnum til þátttöku í samsýningunni D-vítamín í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. maí 2023

Auglýst eftir listamönnum til þátttöku í samsýningunni D-vítamín í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir listamönnum til að taka þátt í samsýningunni D-vítamín í Hafnarhúsi sem hefst í febrúar 2024. Með þessari sýningu brýtur safnið upp þá hefð að bjóða upprennandi listamönnum að sýna í D-sal safnsins, heldur setur upp fjölmennari samsýningu í fleiri sýningarsölum Hafnarhúss. Þetta er gert í tilefni þess að nú hafa 50 listamenn verið kynntir í D-sal frá árinu 2007.

D-vítamín er aukaskammtur skapandi orku sem teygir sig út fyrir ramma D-salar og tryggir upptöku nýjustu strauma listsköpunar í skammdeginu. Samsýningin verður unnin af sérfræðingum safnsins upp úr innsendum tillögum.

Við val á listamönnum er gerð sú krafa að þeir hafi ekki haldið einkasýningu í opinberu listasafni og hafi tengsl við íslenskt listalíf í gegnum nám, sýningar og/eða búsetu hér á landi. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt stuttri lýsingu á eigin listsköpun og hlekk á heimasíðu ef við á auk fimm ljósmynda af fyrri verkum. Senda má tillögu að/lýsingu á áður ósýndu(-m) verki(-um) (hámark 250 orð). Sérskipuð dómnefnd velur úr umsóknum.

Umsóknir berist fyrir lok dags, 30. júní 2023 á netfangið listasafn@reykjavik.is merktar „D-2024“. Fyrirspurnir berist á sama netfang.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page