top of page

Þula: Regnbogi Hunds - Fritz Hendrik IV

508A4884.JPG

miðvikudagur, 10. ágúst 2022

Þula: Regnbogi Hunds - Fritz Hendrik IV

Fritz Hendrik IV opnar sýningu í Þulu þann 13. ágúst milli 16-18 og stendur hún til 10.september, þar sem umfjöllunarefnið snýr að upplifun hunda á heiminum. Hér er smá texti um hann Fritz og smá ljóðræn lýsing á efni sýningarinnar.

Fritz Hendrik IV (f. 1993) fjallar í sinni myndlist m.a. um þá ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar og skynjunar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? Fritz hefur meðal annars haldið einkasýningar í Kling og Bang og Ásmundarssal auk þess að hafa tekið þátt í sýningum á borð við Abracadabra, Moscow biennale for young art og PULS Islandsk samtidkunst í Bærum Kunsthall, Noregi. Verk Fritz eru í eigu fjölda einkaaðila og safnara sem og Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.
Er ég ekki góður hundur?
Ég held nefnilega að það sé mér í blóð borið að hlýða. Það er mér eitthvað svo eðlislægt að sitja bara í aftursætinu og láta aðra um að stjórna ferðinni. Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni. Afhverju að láta skoðanir sínar í ljós á smávægilegum hlutum í stóra samhenginu þegar maður getur bara stungið hausnum út um gluggann og rekið út tunguna. Lullað áfram í flæði tímans, notið útsýnisins og leyft grátónum kæruleysis að leika við sig.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page