top of page

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 : Opið fyrir tilnefningar

508A4884.JPG

þriðjudagur, 7. desember 2021

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 : Opið fyrir tilnefningar

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Verðlaunin verða veitt í fimmta skipti í mars 2022. Við hvetjum alla til að senda inn tilnefningar, hægt er að tilnefna bæði myndlistarmann ársins og til hvatningarverðlauna, en dómnefnd mun hafa þær til hliðsjónar við dómnefndarstörf sín.

Tilnefndu hér til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022

Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra.

Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Aðalverðlaun, 1 milljón króna, eru veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað framúr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á síðastliðnu myndlistarári, 2021. Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, verða veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum.

Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna er skipuð af fulltrúum frá Myndlistarráði, Listaháskóla Íslands, Listfræðafélagi Íslands, safnstjórum íslenskra listasafna og Sambandi íslenskra myndlistarmanna og er skipuð í eitt ár í senn. Opið er fyrir tilnefningar til miðnættis 7. janúar 2022.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu myndlistarsjóðs.
Síma 562-7262 eða á info@myndlistarsjodur.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page