top of page

Aðildarfélög

logo_mhr.png

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Helstu verkefni félagsins, utan sýningarhalds, hafa snúið að vinnuaðstöðu og starfsskilyrðum myndhöggvara. Fyrstu tvo áratugina var félagið með aðstöðu á Korpúlfsstöðum og byggði þar upp öflugt starf sem setti mikið svipmót á myndlistarlífið í landinu. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendugötu 15 og rekur þar verkstæði og vinnustofur.

Nánari upplýsingar - https://mhr.is/

Árið 1974 var Textílfélagið stofnað af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. 

 

Textílfélagið er félag menntaðra textíllistamanna og textílhönnuða. Meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á innlendum og erlendum vettvangi. Textílfélagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslanskra myndlistarmanna  og hefur sinn fulltrúa í stjórn Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi, Miðstöð hönnunar og Arkitektúrs, NTA – Norrænu textílliata samtökunum (https://www.nordictextileart.net/)  ásamt aðild að Myndstefi. 

 

Árið 2009 var opnað textílverkstæði fyrir félagsmenn á Korpúlfsstöðum og þar er fyrirtaks aðstaða fyrir ýmiskonar vinnu í björtu og glæsilegu rými. Félagsmenn geta nýtt sér þá aðstöðu, skipulegt námskeið og sýningar. í dag eru 104 félagkonur og þar af fimm heiðursfélagar.

 

Sjá nánar á:

www.tex.is

https://www.facebook.com/Icelandictextileassociation

https://www.instagram.com/icelandic_textile_art/ 

 

2021-2022

 

Formaður: Kristveig Halldórsdóttir 


Ritarri: Edda Mac 
Gjaldkeri: Brynhildur Þórðardóttir 
Meðstjórnendur: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ásdís Birgisdóttir

Físl – Félag íslenskra samtímaljósmyndara – er vettvangur fyrir skapandi ljósmyndun. Félagið var stofnað árið 2007 og síðan þá hafa meðlimir þess tekið þátt í fjölmörgum sýningum og viðburðum, meðal annars í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Listasafni Árnesinga, Norræna húsinu og á Listahátíð. Árið 2008 gaf Þjóðminjasafn Íslands út bókina Endurkast – Íslensk samtímaljósmyndun með verkum stofnmeðlima félagsins, viðtölum við þá auk heimspekilegra hugleiðinga um verkin.

Myndlistarfélagið hefur verið starfrækt á Akureyri frá byrjun árs 2008. Félagið hefur frá stofnun unnið að því að betrumbæta starfsumhverfi listamanna á Eyjafjarðarsvæðinu og setur sér það markmið að vera leiðandi afl í menningarstarfsemi bæjarins. Félagið hefur rekið sýningasal í Listagilinu, þar sem
áður var til húsa listrýmið Kompan og síðar Gallerí Box.

Félagið rekur sýningarsalinn Mjólkurbúðina, Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og starfsemi félagsins snýst að miklu leyti um öflugt sýningarhald í Mjólkurbúðinni.

Félagið er málsvari listamanna á svæðinu, vinnur að innlendu sem erlendu samstarfi auk þess að vera tengiliður félagsmanna í SÍM. Tilgangur félagsins er einnig að efla umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist.

Heimasíða félagsins er: Https://myndlistarfelagid.is
og facebook síða er: https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins
Stjórn félagsins er eftirfarandi:
Brynhildur Kristinsdóttir formaður félagsins
Karólína Baldvinsdóttir varaformaður, Dagrún Matthíasdóttir gjaldkeri, Aðalsteinn Þórsson meðstjórnandi og Jónborg Sigurðardóttir meðstjórnandi. Varamenn eru Hallgrímur Stefán Ingólfsson og Guðrún Bjarnadóttir.

FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna er elsta starfandi félag myndlistarmanna á Íslandi.

Félagsmenn FÍM hafa haldið fjölda samsýninga í gegnum árin. .

 

cropped-log42_edited.jpg

The Icelandic Printmaker’s Association, now close to 100 members, was originally established in 1954 and now runs its own gallery and studio in the center of Reykjavik.

Upphaf  Íslenskrar leirlistar er rakið aftur til ársins 1930. Saga greinarinnar er því mjög stutt. Árið 1969 var byrjað að kenna leirlist sem listgrein við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í mars 1981 var félagið stofnað og bar nafnið félag íslenskra leirlistamanna. Félagið var ætlað öllum menntuðum leirlistamönnum hvort sem þeir unnu að nytjalist eða frjálsri myndlist. Takmarkið var og er að efla veg og virðingu greinarinnar á Íslandi ásamt því að koma upp faglegu félagi með sambönd út í heim svo íslenskt leirlistafólk gæti fylgst með straumum og stefnum sem víðast. Nafn félagsins í dag er Leirlistafélag Íslands.

bottom of page